Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari kvennaliðs Hamars sló bæði á létta strengi og viðraði einnig sína skoðun á málunum við sunnlenska.is í kvöld eftir að Hamarskonur tryggðu sér sæti í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð. Hallgrímur sagði fyrirkomulagið á deildinni vera til skammar.
,,Þetta er bara til skammar. Deildarmeistararnir eiga bara að fara upp. Að senda okkur í úrslitakeppni og hafa síðan ekki manndóm í sér til að gefa okkur bikar fyrir sigur í henni finnst mér bara lélegt,” sagði Hallgrímur við sunnlenska.is í kvöld en lesa má viðtalið við Hallgrím í heild sinni hér.
Mynd/ [email protected]