spot_img
HomeFréttirSunna setti niður tíuþúsundasta sniðskotið

Sunna setti niður tíuþúsundasta sniðskotið

17:51
{mosimage}

 

(Sunna Sturludóttir) 

 

Flottur hópur yngri iðkenda KFÍ náðu að klára 10.000 sniðskot á aðeins tveimum klukkutímum, fimmtíu og níu mínútum og fimmtíu og fimm sekúndum á föstudagskvöld. Það var Sunna Sturludóttir sem kláraði síðustu körfuna og voru krakkarnir rétt að hitna þegar þessar körfur voru að baki.

 

Þetta er frábært afrek hjá krökkunum og sýnir að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Krakkarnir vilja koma fram þakklæti til allra þeirra hétu á þau í þetta verkefni en þau halda brátt til Serbíu í æfingabúðir. 

 

www.kfi.is

Fréttir
- Auglýsing -