spot_img
HomeFréttirSundsvall upp í 2. sætið í Svíþjóð

Sundsvall upp í 2. sætið í Svíþjóð

Sundsvall Dragons komst í gærkvöldi upp í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með góðum sigri á ecoÖrebro. LF Basket landaði einnig sigri en Solna Vikings máttu fella sig við tap í Solnahallen gegn Södertalje Kings.
 
 
Sundsvall Dragons 93-78 ecoÖrebro
Jakob Örn Sig­urðar­son  skoraði 15 stig og átti eins stoðsend­ingu fyr­ir Sundsvall. Hlyn­ur Bær­ings­son skoraði 13 stig, tók fimm frá­köst og átti fimm stoðsend­ing­ar. Ragn­ar Nathana­els­son skoraði 13 stig, tók átta frá­köst og átti eina stoðsend­ingu og Ægir Þór Stein­ars­son skorað fjög­ur stig, átti fjór­ar stoðsend­ing­ar og tók þrjú frá­köst. 
 
Jamtland Basket 73-77 LF Basket
Haukur Helgi Pálsson gerði 6 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar í liði LF.
 
Solna Vikings 86-94 Södertalje Kings
Sigurður Gunnar Þorsteinsson gerði 13 stig fyrir Solna, tók 7 fráköst og stal 2 boltum.
  
Staðan í Svíþjóð
Grundserien
Nr Lag M V F P PG/MP PPM/MPPM Hemma V/F Borta V/F Hemma PPM/MPPM Borta PPM/MPPM Senaste 5 Senaste 10 I rad Hemma +/- i rad Borta +/- i rad JM
1. NOR 16 11 5 22 1352/1269 84.5/79.3 6/2 5/3 83.4/76.9 85.6/81.8 2/3 6/4 +1 -2 +2 3/0
2. SUN 15 11 4 22 1315/1233 87.7/82.2 6/3 5/1 87.3/86.3 88.2/76.0 5/0 9/1 +9 +6 +4 3/1
3. UPP 15 11 4 22 1308/1148 87.2/76.5 8/0 3/4 91.5/76.4 82.3/76.7 3/2 6/4 +1 +8 -4 2/2
Fréttir
- Auglýsing -