Fyrstu viðureign Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar er lokið. Sundsvall hafði nauman 74-72 sigur í leiknum og leiða því einvígið 1-0. Michael Cuffee gerði sigurstig leiksins af vítalínunni þegar 13 sekúndur lifðu leiks og þær dugðu Norrköping ekki til að jafna eða stela sigrinum.
Alex Wesby var stigahæstur hjá Sundsvall með 19 stig, Hlynur Bæringsson bætti við 16 stigum og 9 fráköstum og Jakob Örn Sigurðarson var með 12 stig, 2 fráköst og 3 stoðsendingar. Pavel Ermolinskij gerði svo 11 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Norrköping.
Liðin mætast svo aftur á fimmtudag, 4. apríl, og þá á heimavelli Norrköping.



