spot_img
HomeFréttirSundsvall tekur 1-0 forystu gegn Södertalje

Sundsvall tekur 1-0 forystu gegn Södertalje

 
Hlynur Elías Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson hefja undanúrslitin vel með Sundsvall í Svíþjóð en rétt í þessu tók Sundsvall 1-0 forystu gegn Södertalje Kings. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit deildarinnar.
Lokatölur í leiknum voru 78-62 Sundsvall í vil þar sem Jakob var með 8 stig og 8 stoðsendingar en Hlynur gerði 6 stig og tók 7 fráköst ásamt því að gefa 4 stoðsendingar. Næsti leikur fer fram á heimavelli Södertalje þann 12. apríl næstkomandi.
 
Fréttir
- Auglýsing -