Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Íslendingaslagur fór fram í Solnahallen þegar Sigurður Gunnar Þorsteinsson og víkingarnir í Solna fengu 80-113 skell gegn Sundsvall Dragons en við fengum að fylgjast með Drekunum í dag þar sem Ægir Þór Steinarsson var leikstjóri Karfan.is á Snapchat (karfan.is) í dag.
Haukur Helgi Pálsson og liðsfélagar í LF Basket fengu Norrköping Dolphins í heimsókn og lagði LF gesti sína 84-74.
Solna 80-113 Sundsvall
Hlynur Bæringsson var í bakvarðagírnum í kvöld, skellti niður 4 af 5 þristum í leiknum, setti 20 stig, tók 10 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal tveimur boltum. Jakob Örn var einnig með fjóra þrista en í sjö tilraunum og lauk leik með 20 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar. Þá voru þeir Ægir Þór Steinarsson og Ragnar Nathanaelsson báðir með 7 stig í leiknum, Ægir með 5 fráköst og 2 stoðsendingar í þokkabót og Ragnar bætti við 6 fráköstum og 2 vörðum skotum. Karfan.is þakkar þeim félögum kærlega fyrir góðan starfa á Snapchat (karfan.is) í dag.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson lék í tæpar tíu mínútur hjá Solna og gerði 2 stig og gaf 2 stoðsendingar.
Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir Ægir og Ragnar gerast lukkulegir í Solnahallen en þeir urðu m.a. Norðurlandameistarar með U18 ára landsliði Íslands á sínum tíma í Solnahallen svo þetta er allt að því þeirra annar heimavöllur ef svo má að orði komast.
LF Basket 84-74 Norrköping Dolphins
Haukur Helgi gerði 15 stig og tók 9 fráköst fyrir LF og þá var hann einnig með einn stolinn bolta í leiknum. Haukur er í 20. sæti sænsku deildarinnar yfir hæsta meðalframlagið en hann er með framlag upp á 15,67 stig að meðaltali í elik. Hlynur Bæringsson er í 4. sæti deildarinnar með 21,33 framlagsstig að jafnaði í leik.
Staðan í Svíþjóð
Grundserien
| Nr | Lag | M | V | F | P | PG/MP | PPM/MPPM | Hemma V/F | Borta V/F | Hemma PPM/MPPM | Borta PPM/MPPM | Senaste 5 | Senaste 10 | I rad | Hemma +/- i rad | Borta +/- i rad | JM |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | UPP | 8 | 8 | 0 | 16 | 739/599 | 92.4/74.9 | 5/0 | 3/0 | 91.2/75.2 | 94.3/74.3 | 5/0 | 8/0 | +8 | +5 | +3 | 2/0 |
| 2. | BOR | 9 | 7 | 2 | 14 | 811/721 | 90.1/80.1 | 4/1 | 3/1 | 87.4/74.4 | 93.5/87.3 | 3/2 | 7/2 | +1 | +1 | -1 | 2/0 |
| 3. | NOR | 9 | 7 | 2 | 14 | 802/709 | 89.1/78.8 | 4/0 | 3/2 | 96.5/78.0 | 83.2/79.4 | 4/1 | 7/2 | -1 | +4 |
|



