Sundsvall Dragons tóku á móti Borås Basket í kvöld og höfðu Hlynur Bæringsson og Sundsvall sigurinn af Jakobi Sigurðarsyni og Borås, 92-73.
Hlynur skoraði 8 stig og tók 15 fráköst. Hann var einnig með hæsta +/- gildi þeirra í Sundsvall eða +22. Jakob átti hins vegar erfitt uppdráttar í leiknum en náði þó að skorað 7 stig en hitt fremur illa eða 3/11 í skotum utan af velli.
Ekki hafa enn borist fregnir af því hvort Hlynur hafi sett hindrun á Jakob eða hvort olnbogi Jakobs hafi farið á loft.