spot_img
HomeFréttirSundsvall sænskur meistari: Jakob stigahæstur í oddaleiknum

Sundsvall sænskur meistari: Jakob stigahæstur í oddaleiknum

 
Sundsvall Dragons er sænskur meistari eftir öruggan sigur á Norrköping Dolphins í oddaleik liðanna um sænska titilinn. Sundsvall var miklu betra liðið allan leikinn og lyftu því titlinum á heimavelli. Lokatölur leiksins voru 102-83 þar sem Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur með 31 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar.
Sundsvall byrjuðu vel og leiddu 32-15 að loknum fyrsta leikhluta og svo 62-40 í hálfleik þar sem Jakob Örn var kominn með 26 stig og búinn að setja niður 6 af 7 þristum sínum fyrstu tuttugu mínúturnar. Þá var Hlynur Bæringsson með 6 stig og 5 fráköst í hálfleiknum.
 
Norrköping unnu þriðja leikhluta 19-20 og staðan því 81-60 fyrir fjórða og síðasta leikhluta og ljóst að Sundsvall yrði ekki haggað með þessari forystu og svo fór að Jakob og Hlynur urðu örugglega meistarar í sænsku deildinni með 102-83 sigri. Glæsilegt tímabil að baki hjá þessum fræknu köppum sem hafa látið vel að sér kveða í deildinni allt tímabilið.
 
Jakob var stigahæstur í liði meistaranna með 31 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar. Hlynur bætti við 9 stigum, 9 fráköstum og 3 stoðsendingum og Liam Rush var með 18 stig og 8 fráköst.
 
Fréttir
- Auglýsing -