spot_img
HomeFréttirSundsvall núllstillti heimavallarréttinn

Sundsvall núllstillti heimavallarréttinn

Segja má að Sundsvall Dragons hafi áðan núllstillt heimavallarrét LF Basket í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Svíþjóð. Drekarnir höfðu þá 70-77 útisigur í 8-liða úrslitum gegn LF Basket. Sundsvall leiðir því einvígið 0-1 en LF hefur heimaleikjaréttinn í seríunni. Þá er þetta fyrsti sigur Sundsvall á tímabilinu gegn LF.
 
 
Haukur Helgi Pálsson kvaddi leik með fimm villur, 2 stig og 3 fráköst í liði LF en Jakob Örn Sigurðarson var með 15 stig og 5 fráköst í liði Sundsvall. Hlynur Bæringsson bætti við 13 stigum, 10 fráköstum og 4 stoðsendingum hjá Sundsvall og þá var Ægir Þór Steinarsson með 4 stig og 2 fráköst. Ragnar Nathanaelsson kom ekki við sögu að þessu sinni í liði Sundsvall
 
Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Solna Vikings fengu skell í fyrsta leik þegar liðið steinlá 91-61 gegn Boras í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum. Sigurður Gunnar lék í rúmar 16 mínútur en skoraði ekki að þessu sinni en tók 2 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Þess má geta að Adam Darboe fyrrum leikmaður Grindavíkur leikur með Boras og gerði hann 14 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði Boras.
 
Nú fá Sundsvall og Solna heimaleiki í sínum seríum en annar leikur átta liða úrsiltanna fer fram í öllum seríum þann 20. mars næstkomandi.
 
Staðan í sænsku úrslitakeppninni:
 
Södertalje 1-0 Nassjö
Boras 1-0 Solna
Norrköing 1-0 Uppsala
LF 0-1 Sundsvall
  
Fréttir
- Auglýsing -