spot_img
HomeFréttirSundsvall minnkaði muninn í 2-1

Sundsvall minnkaði muninn í 2-1

Þriðja viðureign Sundsvall Dragons og Södertalje Kings fór fram í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Drekarnir náðu að minnka muninn í 2-1 en Södertalje hafði tekið 2-0 forystu með sigrum á heimavelli sínum. Fyrsti leikurinn í undanúrslitum í Drekabælinu var í dag þar sem Íslendingasveitin í Sundsvall hafði 81-68 sigur í leiknum.

 

Kumpánarnir Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson voru báðir með 20 stig í liði Sundsvall í dag. Hlynur bætti við 13 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Þá bætti Jakob við 4 fráköstum og 2 stoðsendingum. Ægir Þór Steinarsson gerði eitt stig í leiknum, tók 3 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal tveimur boltum. Þá kom Ragnar Nathanaelsson ekki við sögu í þetta sinnið. 

Fjórða viðureign liðanna fer fram þann 7. apríl næstkomandi en vinna þarf fjóra leiki í einvíginu til að tryggja sér sæti í úrslitum. 

Fréttir
- Auglýsing -