spot_img
HomeFréttirSundsvall minnkaði muninn í 1-2

Sundsvall minnkaði muninn í 1-2

Sundsvall Dragons minnkuðu muninn í dag í 2-1 í einvígi sínu gegn Uppsala í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Sundsvall þar sem Jakob Örn Sigurðarson var atkvæðamestur með 24 stig og 3 fráköst. Lokatölur 88-81 Sundsvall í vil.
 
 
Hlynur Bæringsson bætti við 17 stigum, 13 fráköstum og 3 stoðsendingum og þá var Ægir Þór Steinarsson með eitt frákast og eina stoðsendingu en tók ekki skot á þeim rúmu sex mínútum sem hann lék í leiknum.
 
Fjórða viðureign liðanna fer fram þann 2. apríl næstkomandi á heimavelli Uppsala. Tap fyrir Sundsvall þýðir sumarfrí en sigur knýr fram oddaleik í drekabælinu þann 4. apríl.
 
Leikur 3: Sundsvall 88-81 Uppsala (1-2)
Leikur 2: Uppsala 95-65 Sundsvall (0-2)
Leikur 1: Sundsvall 67-70 Uppsala (0-1)
  
Fréttir
- Auglýsing -