spot_img
HomeFréttirSundsvall lagði Boras í spennuleik

Sundsvall lagði Boras í spennuleik

Einn leikur fór fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar meistarar Sundsvall Dragons fengu Boras Basket í heimsókn. Gestirnir í Boras byrjuðu betur og settu 32 stig á Sundsvall í fyrsta leikhluta! Meistarar Sundsvall náðu þó að jafna sig og kláruðu með sigri þar sem Hlynur Bæringsson gerði sigurstigin á vítalínunni.
Lokatölur voru 88-86 Sundsvall í vil þar sem Dino Gregory var stigahæstur með 22 stig. Hlynur bætti við 18 stigum, 12 fráköstum og 4 stoðsendingum og Jakob Örn Sigurðarson gerði 13 stig og gaf 2 stoðsendingar.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -