spot_img
HomeFréttirSundsvall lá úti gegn Södertalje

Sundsvall lá úti gegn Södertalje

Sundsvall Dragons lágu um helgina á útivelli gegn Södertalje í sænsku úrvalsdeildinni. Lokatölur voru 100-94 Södertalje í vil. Sundsvall eru engu að síður á toppi deildarinnar með 50 stig.
 
Michael Cuffee var stigahæstur hjá Sundsvall með 36 stig en Jakob Örn Sigurðarson var þar næstur á ferð með 17 stig og 4 fráköst og Hlynur Bæringsson bætti við 15 stigum og 6 fráköstum.
  
Fréttir
- Auglýsing -