spot_img
HomeFréttirSundsvall lá heima

Sundsvall lá heima

Peter Öqvist var vísast ekki skemmt í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Drekarnir hans í Sundsvall hleyptu á sig 109 stigum á heimavelli þegar Boras kom í heimsókn. Lokatölur 104-109 Boras í vil.
 
 
Tom Lidén gerði 25 stig í liði Sundsvall, Hlynur Bæringsson bætti við 24 stigum, 12 fráköstum og 6 stoðsendingum og Jakob Örn Sigurðarson var með 20 stig og 5 fráköst. Þá var Ægir Þór Steinarsson með 12 stig og 6 stoðsendingar.
 
Sundsvall náði að minnka muninn í 101-103 þegar 50 seknúdur lifðu leiks en Boras kláraði leikinn á línunni með sex vítum sem öll rötuðu niður.
 
Sundsvall hafa nú leikið sex leiki í deildinni, fyrir leik kvöldsins hafði liðið unnið fjóra leiki í röð en Drekarnir sitja nú í 4. sæti deildarinnar.
  
Fréttir
- Auglýsing -