Deildarmeistarar Sundsvall Dragons eru komnir í úrslit sænsku úrvalsdeildarinnar eftir risavaxinn útisigur á Norrköping Dolphins í kvöld. Lokatölur 72-102 Sundsvall í vil.
Jakob Örn Sigurðarson gerði 19 stig, tók 4 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í liði Sundsvall og Hlynur Bæringsson bætti við 11 stigum, 8 fráköstum og 9 stoðsendingum. Pavel Ermolinskij var svo með 2 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar í liði Norrköping.
Í hinu undanúrslitaeinvíginu áttust við Uppsala Basket og Södertalje Kings þar sem Södertalje höfðu 3-0 sigur. Sundsvall og Södertalje munu því leika til úrslita um sænska meistaratitilinn þar sem Sundsvall verður með heimaleikjaréttinn. Einvígi liðanna um sænska titilinn hefst þann 18. apríl næstkomandi.