Hlynur Bæringsson gerði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í kvöld þegar Sundsvall Dragons hafði 67-65 sigur á Norrköping Dolphins í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum tókst Sundsvall að jafna einvígið 1-1.
Jakob Örn Sigurðarson og Boras Basket máttu hinsvegar fella sig við ósigur 67-66 á útivelli gegn KFUM Nassjö. Staðan í einvíginu er því jöfn, 1-1. Jakob Örn Sigurðarson gerði 34 stig í leiknum og var 8-14 í þristum en það dugði ekki að sinni þar sem Nassjö gerðu sigurstig leiksins þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiktímanum.



