spot_img
HomeFréttirSundsvall í undanúrslit eftir öruggan sigur í oddaleiknum

Sundsvall í undanúrslit eftir öruggan sigur í oddaleiknum

 
Sundsvall Dragons eru komnir í undanúrslit sænsku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 83-67 sigur á Jamtland Basket í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum.
Jakob Örn Sigurðarson gerði 12 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 4 fráköst í liði Sundsvall og Hlynur bætti við 16 stigum, 7 fráköstum og 3 stoðsendingum. Liam Rush var atkvæðamestur hjá Sundsvall í kvöld með 18 stig og 8 fráköst.
 
Á morgun ræðst það svo hvort Helgi Magnússon og Uppsala Basket komist í undanúrslit er þeir mæta Södertalje Kings í oddaleik á heimavelli Södertalje.
 
Fréttir
- Auglýsing -