spot_img
HomeFréttirSundsvall í forystu en Solna tapaði fyrsta

Sundsvall í forystu en Solna tapaði fyrsta

 
Úrslitakeppnin í sænsku úrvalsdeildinni er hafin þar sem þeir félagar Jakob Örn Sigurðarsson og Helgi Magnússon eru komnir af stað með sínum liðum. Jakob var í sigurliði Sundsvall í gær en Helgi og Solnamenn eru komnir 1-0 undir í sínu einvígi.
Sundsvall byrjaði heima gegn Uppsala og hafði nauman 83-79 sigur í leiknum þar sem Jakob Örn skoraði 12 stig. Helgi skoraði svo 5 stig fyrir Solna sem steinlágu 60-77 á heimavelli sínum í Solnahallen gegn Sodertalje. Sundsvall leiðir því 1-0 gegn Uppsala en Solna er 0-1 undir gegn Sodertalje.
 
Fréttir
- Auglýsing -