Sundsvall Dragons hafa tekið 2-0 forystu í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar gegn LF Basket. Liðin mættust öðru sinni í kvöld þar sem Sundsvall hafði öruggan 94-77 sigur. Þá jafnaði Solna einvígið sitt gegn Boras með 79-76 sigri.
Jakob Örn Sigurðarson gerði 17 stig í liði Sundsvall, tók 2 fráköst og gaf 1 stoðsendingu. Þá var Hlynur Bæringsson nærri þrennunni með 9 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Ægir Þór Steinarsson bætti við 5 stigum, 6 stoðsendingum og 2 fráköstum en annan leikinn í röð kom Ragnar Nathanaelsson ekki við sögu í liði Sundsvall. Haukur Helgi Pálsson gerði 14 stig í liði LF, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Annan leikinn í röð hefur Sundsvall því lagt LF að velli en í deildarkeppninni vann LF allar viðureignir liðanna! Staðan í einvígi liðanna er nú 2-0 Sundsvall í vil sem dugir einn sigur til viðbótar til að komast í undanúrslit.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson gerði 9 stig, tók 4 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 2 boltum í 79-76 sigri Solna gegn Boras. Staðan í einvíginu er því jöfn, 1-1.
Mynd/ Ægir og Drekarnir komust í 2-0 í kvöld.



