Þrír leikmenn Sundsvall Dragons voru í liði vikunnar í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik fyrir nýliðna viku en það eru vissulega kapparnir Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Elías Bæringsson ásamt félaga sínum Liam Rush.
Jakob var valinn besti leikmaður vikunnar og landaði þeim titli með magnaðri frammistöðu í sigri Sundsvall á útivelli gegn Boras. Þá er einnig farið fögrum orðum um Hlyn sem er talinn ,,skynsamlegasta” leikmannaráðningin í Svíþjóð þetta tímabilið. Þess má einnig geta að Hlynur var í byrjun desember útnefndur leikmaður vikunnar svo það er ljóst að Íslendingarnir fjórir, Hlynur, Jakob, Logi og Helgi hafa látið vel að sér kveða og eru allir máttarstópar í sínum liðum.




