spot_img
HomeFréttirSundsvall fallnir úr úrslitakeppninni

Sundsvall fallnir úr úrslitakeppninni

Sundsvall eru komnir í sumarfrí eftir að hafa tapað stórt gegn liði Södertalje í gærkvöldi 104:85 í undanúrslitum um sænska titilinn. Þar með hafa drengirnir okkar lokið keppni og getað hafið undirbúning fyrir næstu verkefni.  Sundsvall tapaði einvíginu 4-1 en fyrir þennan leik og urðu að taka næstu leiki gegn deildarmeisturum Södertalje til að eigja von á áframhaldandi keppni.

 

Hlyn­ur Bær­ings­son lék í 36 mín­út­ur með Sundsvall, skoraði 14 stig, tók 7 frá­köst og átti 4 stoðsend­ing­ar. Jakob Örn Sig­urðar­son lék í 33 mín­útu, skoraði 11 stig, tók 4 frá­köst og átti eina stoðsend­ingu, Ægir Þór Stein­ars­son lék í 9 mín­út­ur, skoraði 2 stig, átti 4 stoðsend­ing­ar og tók 2 frá­köst og Ragn­ar Nathana­nels­son spilaði í tvær mín­út­ur.

Fréttir
- Auglýsing -