spot_img
HomeFréttirSundsvall á síðasta séns

Sundsvall á síðasta séns

Hlynur Bæringsson og Sundsvall Dragons töpuðu 65-60 gegn Norrköping Dolphins í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Staðan er því 2-1 Dolphins í vil og þurfa þeir einn sigur til viðbótar til að koma sér áfram í undanúrslit.

Hlynur gerði 7 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í liði Sundsvall í dag en hann spreytti sig á sex þristum en enginn þeirra vildi rata rétta leið þennan daginn. Stigahæstur í liði Sundsvall var Ernestes Kalve með 16 stig og 12 fráköst. 

 

Fjórði leikur liðanna fer fram þann 22. mars næstkomandi á heimavelli Sundsvall sem dugir ekkert annað en sigur til að galdra fram oddaleik í seríunni en hann fer þá fram á heimavelli Norrköping. 

Fréttir
- Auglýsing -