spot_img
HomeFréttirSumarið og 1. deild: Skallagrímur

Sumarið og 1. deild: Skallagrímur

 
Talsverðar breytingar verða á leikmannahópi Skallagríms þetta sumarið og ber þá helst að nefna að félagið mun sjá á eftir tveimur af sínum efnilegustu leikmönnum, þeim Trausta Eiríkssyni og Sigurði Þórarinssyni. Pálmi Þór Sævarsson þjálfari Borgnesinga ræddi við Karfan.is um sumarprógrammið í Nesinu.
,,Hér eru menn búnir að vera að lyfta vel í sumar auk þess sem við erum með létt spil tvisvar í viku. Síðan byrja skipulagðar æfingar á fullu um miðjan júlí. Fyrsta mánuðinn verðum við mest úti á frjálsíþróttavelli og verðum með pínu fjölbreytt og skemtilegt undirbúningstímabil með blöndu úr mörgum áttum. Veturinn leggst bara vel í menn hér á bæ og erum við spenntir að koma þessu af stað,” sagði Pálmi sem nýverið gerði leikmannasamninga við átta leikmenn.
 
,,Það verða talsverðar breytingar á leikmannhópnum og þar má helst nefna að 4 af 5 byrjunarliðsmönnum okkar eru allir að leita á önnur mið ásamt því að Kristján Guðmundsson er að fara erlendis. En við erum að vinna hörðum höndum að því að styrkja liðið og stefnum við á að vera í toppbáráttunni í vetur. Hér eru margir ungir og efnilegir leikmenn sem hafa ekki fengið nægileg tækifæri og eiga eftir að þroskast mikið í vetur með auknum tækifærum.
Helsti veikleikinn okkar eins og er er undir körfunni, en það leysist voanandi núna á næstu dögum. Hafþór Ingi fyrirliði er búinn að framlengja samninginn sinn og Halldór Gunnar Jónsson er kominn frá ÍA, eins skrifuðu nokkrir ungir strákar undir samning sem ég bind miklar vonir við í framtíðinni. Þannig að ef við fáum kjöt undir körfuna þá ættum við að verða vel samkeppnishæfir í vetur,” sagði Pálmi en með brotthvarfi Sigurðar og Trausta eru farnir á braut tveir af efnilegustu leikmönnum Skallagríms. Óráðið er enn hvar þeir verða á næsta tímabili.
 
Komnir
Halldór Gunnar Jónsson ÍA
Einar Ólafsson
 
Farnir
Sigurður Þórarinsson ?
Trausti Eiríksson ?
Kristján Guðmundsson ?
Konrad Tota
Silver Laku
 
Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski: Hafþór Ingi Gunnarsson mun leiða Skallana á næsta tímabili sem fyrr.

[email protected]
 
Fréttir
- Auglýsing -