spot_img
HomeFréttirSumarið er tíminn ? til að æfa og taka framförum

Sumarið er tíminn ? til að æfa og taka framförum

19:58

{mosimage}

Jóhannes Árnason segir að körfuknattleiksmenn geti nýtt sumarið til að taka miklum framförum

Á KR.is er ágætt viðtal við Jóhannes Árnason sem nýbúinn er að endurnýja samning sinn við KR um að þjálfa kvennaliðið áfram. Fyrir stuttu var einnig ágætt viðtal á Karfan.is við jaxlinn Halldór Karlsson sem hefur verið að gera góða hluti í Danmörku.

 

Í þessum viðtölum fjalla þessir körfuknattleiksrefir m.a. um mikilvægi þess fyrir körfuknattleiksmenn að nýta sumarið vel til bæta leik sinn.

 

Í sínu viðtali var Jói m.a. spurður: ,,Einhver ráð til leikmanna fyrir sumarið?”

Jói svarar: ,,Hugsaðu stórt. Á einu sumri er hægt að taka ótrúlegum framförum. Formúlan er einföld, þú uppskerð eins og þú sáir. Í sínu viðtali var Halldór spurður: ,,Hvað fannst þér um umræðuna um fjölda útlendinga á Íslandi í vetur?”  Halldór svarar: ,,Um þennan fjölda af útlendingum í deildinni þá eiga íslenskir ungir leikmenn að vinna betur að sínum málum og æfa og æfa eins og vitleysingjar, það sem telur er að æfa vel á sumrin og allt auka sem maður gerir er bara gott!!!!”  

Á veraldarvefnum má finna fleiri svona gullmola. Á heimasíðu ÍR má finna pistill eftir Elvar Guðmundsson og Sveinbjörn Claessen, sem eru þjálfarar 8. flokks ÍR. Þeir hafa verið með þessa stráka í nokkur ár og hefur liðið tekið miklum framförum hjá þeim. Í pistlinum eru þeir að gera upp síðasta fjölliðamótið hjá flokknum og segja þeir m.a.:

 

,,Strákarnir fá nú nokkra vikna frí eða fram í miðjan maí en þá munu æfingar hefjast aftur og út júnímánuð. Það er ljóst að þeir sem leggja harðast af sér í sumar munu uppskera í samræmi við það næsta vetur. Það eru aukaæfingarnar sem telja og því er mikilvægt að nýta tímann vel æfa vel í allt sumar og hugsa einnig vel um mataræðið enda skiptir það gríðarlega miklu máli.

Karfan.is hvetur unga körfuknattleiksmenn til að nýta sumarið vel til að æfa sig. Það er hægt að gera margt, t.d.:

  • Hægt er að æfa körfu úti þar sem aðstaða er til
  • Leikmenn fæddir 1995-1997 geta mætt í elítubúðir KKÍ í júní og ágúst
  • Mörg félög munu bjóða upp á sumaræfingar
  • Hægt er að mæta í körfuknattleiksskóla, t.d. hjá Stjörnunni eða Ágústi S. Björgvinssyni í júní
  • Og svo framvegis

 

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -