spot_img
HomeFréttirSumardeildin snýr aftur

Sumardeildin snýr aftur

 
 
Annað sumarið í röð ætlar KKÍ að efna til veglegs götuboltamóts eða “Streetball-móts” í sumar. Stefnt er að því að leika í nokkrum riðlum utandyra út um allt land í sumar og leikið er með klassísku 3-á-3 sniði þar sem liðin skiptast á að spila sókn eftir skoraða körfu.
Lið skrá sig til leiks og raðað verður í riðla eftir staðsetningu. Þannig er miðað við að lágmarki sex lið verða í riðli og hvert lið myndi leika um 10 leiki í sínum riðli.
 
Mótið fer þannig fram að KKÍ raðar upp riðlum með þeim liðum sem skrá sig til leiks og síðan munu liðin sjálf ákveða leikdaga og sjá til þess að þau klári að leika sína leiki fyrir mótslok. Mótstími verður ljós þegar búið er að taka við skráningum og raða í riðla en gera má ráð fyrir því að leikir þurfi að fara fram milli helgina fyrir menningarnótt í lok ágúst. Í hverju liði er fyrirliði sem sér um að ákveða í samráði við fyrirliða mótherjanna hvenær leikir fara fram.
 
Þá er stefnt að því að hafa veglega úrslitakeppni með þeim liðum sem komast áfram úr riðlunum sínum um miðjan ágúst með skemmtilegri umgjörð.
 
Fréttir
- Auglýsing -