spot_img
HomeFréttirSuðurstrandarigningin skóp sigur Grindavíkur/Þórs í drengjaflokki

Suðurstrandarigningin skóp sigur Grindavíkur/Þórs í drengjaflokki

Lið Grindavíkur/Þór Þorlákshafnar og Hauka frá Hafnarfirði mættust í síðasta leik dagsins í drengjaflokki og glæsileg helgi í Breiðafjarðarhöllinni í umgjörð Snæfells í Stykkishólmi að ljúka. Alveg með eindæmum glæsileg ungmenni sem íslenskur körfubolti skartar og framtíðin björt sem fyrr.

Grindavík/Þór voru gríðalega sprækir og létu vel rigna á Hauka í fyrsta hluta 28-14 og þar með taldir 7 af 11 þristum sem voru að gera þeim afbragðsgott því tvistanýtingin var nokkuð á eftir. Haukar náðu muninum niður um 7 stig 38-31 og voru aðeins að síga inní leikinn betur. Tveir þristar frá Ingva Þór í Grindavík héldu Haukunum samt frá.

Áræðni Hauka var samt ekki fyrir bí og var Björn Ágúst með fimm stig á stuttum kafla sem kom Haukum fjórum stigum undir 44-40. Munurinn var einmitt fjögur stig í hálfleik eftir flott „tap-in“ frá Kára Jóns, 48-44 fyrir Grindavík/Þór Þ. Stigahæstir í hálfleik hjá Gri/Þór, Hilmir Kristjánsson með 15 stig og Ingvi 14 stig. Hjá Haukum var Kári kominn með 13 stig og Ívar 11 stig.

Eftir að hafa fengið Hauka í bakið um tvö stig 48-46 ruku Gri/Þór af stað og tóku áhlaup upp á 7-0, 55-46. Nær komust Haukar aftur og með glæsitroðslu Hjálmars var staðan 57-53 og jafnræði með liðunum þrátt fyrir minniháttar sveiflur. Hilmir var á eldi hjá Gri/Þór og smellti sínum sjötta þrist af átta og kom þeim í 10 stiga forystu 65-55 og leiddu fyrir lokaa fjórðunginn 73-63. Þriggja stiga skothríð Gri/Þór var þvílík og borið saman við Hauka leit þetta svona út eftir þriðja hluta. Gri/Þór 15 af 30, 50% og Haukar 2 af 14, 14%.

Ingvi Þór var engin eftirbátur félaga síns kominn með 8/11 í þristum og ég veit ekki hvað ég var að horfa á hérna og það þarf að fara að skoða metin í úrslitaleik í drengjaflokki hvað þetta varðar. 83-71 var staðan fyrir Gri/þór um miðbik fjórða hluta. Magnaður leikur í drengjaflokki þar sem Haukar náðu ekki að elta uppi 10 stiga forystu Gri/Þór alla leið í fjórða hluta þrátt fyrir mikla ákveðni í lokin. Grindavík/Þór uppskáru íslandsmeistaratitilinn eftir 89-84 sigur. Ingvi Þór var vel að leikmanni leiksins kominn með 8/13 í þristum 26 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar. Stigahæstur var þó Hilmir með 27 stig. Hjá Haukum var Kári Jónsson stigahæstur með 23 stig.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín

Fréttir
- Auglýsing -