spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaSubway deild karla: Grindavík með besta sóknarliðið, Valur bestir á varnarhelmingi vallarins...

Subway deild karla: Grindavík með besta sóknarliðið, Valur bestir á varnarhelmingi vallarins og Blikar spila hraðast

Körfuboltatölfræðingurinn Hörður Tulinius hefur reiknað út stöðu liða Subway deildar karla eftir fyrstu 16 umferðirnar útfrá því sem í daglegu tali þekkist sem tölfræði fyrir lengra komna (e. advanced statistics) og þekkist víða í hinum stóra heimi körfubolta.

Hörður Tulinius / twitter.com/HordurTulinius

Samkvæmt greiningunni er Valur besta lið deildarinnar með 12,5 í Net Rating. Næst á eftir, nokkuð neðar, kemur Keflavík í öðru sætinu með 6,3, og Njarðvík í því þriðja með 5,7. Versta lið deildarinnar eru Hamar með -18,5 í Net Rating, en þar undan er Breiðablik með -16,2 og Haukar þriðja versta liðið með -4,7.

Á sóknarhelmingi vallarins eru Grindvíkingar bestir, með 3,5 í einkunn, Keflavík og Valur eru svo ekki langt undan í 2.-3. sætinu bæði með 4.1 í sóknareinkunn. Versta sókn deildarinnar er hjá Hamri, en einkunn þeirra er 10,8, næst versta sóknin er í Breiðablik með 10,2 og Álftanes og Stjarnan eru jöfn sem þriðja lélegasta sóknarliðið með 7,5 í einkunn.

Á varnarhelmingi vallarins ber Valur svo höfuð og herðar yfir önnur lið, með 3,5 í einkunn, en versta vörnin hingað til hefur verið hjá Hamri, 9,4.

Þá er þarna einnig að finna útreikninga fyrir hraða liðanna. Samkvæmt útreikningum spilar Breiðablik langsamlega hraðast 85.6 sóknir í leik á meðan að Tindastóll spilar hægast, 78.2 sóknir að meðaltali í leik.

Hérna er taflan á Looker Studio

Hörður Tulinius / twitter.com/HordurTulinius

Fréttir
- Auglýsing -