spot_img
HomeFréttirSubasic og Walker eftir leik í Sláturhúsinu.

Subasic og Walker eftir leik í Sláturhúsinu.

13:24

{mosimage}

Slobodan Subasic var að vonum ekki sáttur við tapið og fannst þetta alveg eins geta fallið þeirra megin líka því munurinn á liðunum í dag var lítill sem enginn og sagði í samtali við Karfan.is.

“Þetta var virkileg jafn leikur og leikirnir geta  jafnvel átt eftir að verða svona á síðustu tveimur mínútunum. Þeir tóku mikið pick n´roll í leiknum og einnig í  lokin og þar lágu okkar vandræði en við vorum að taka fleiri fráköst og nýttum okkur lítið þá yfirburði og fengum slakt skot í lokin, en jafn leikur og hefði getað dottið báðum megin. Næsti leikur er svo heima svo að við þurfum að stoppa stóru skotin betur og þessar skiptingar hjá þeim taka enn fleiri fráköst og taka góðann sigur heima á mánudaginn “

Bobby Walker var ánægður og telur liðin lík að styrkleika og finnst þetta skemmtilegir leikir á milli þessara félaga.

Þetta var jafn leikur og hefði getað endað á hvorn veginn sem var?

“Þegar við spilum við Snæfell þá er þetta við það sama og jafna en við erum að detta inn á þessa leiki og erum orðnir vanir þeim núna. Snæfell fékk slatta af opnum skotum og þeir koma alltaf til með að berjast vel, verjast og eru með gott lið. En við settum auka í þetta strax í 1. hluta svo að þeir þurftu að elta meira og þannig héldum við okkar.”

Býstu við svona jöfnum og erfiðum útileik næst í Hólminum?

“Já þetta verða ábyggilega jafnir leikir og erfiður leikur framundan þar sem Snæfell er gott lið og það er ekkert gefið en við mætum tilbúnir með okkar leik og mætum þeim af hörku”

Símon B. Hjaltalín.

Mynd af Slobodaon Subasic: [email protected]

Mynd af Bobby Wlaker: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -