spot_img
HomeFréttirSubasic og Sitton til Njarðvíkur

Subasic og Sitton til Njarðvíkur

15:51
{mosimage}

 

(Heath Sitton) 

 

Njarðvíkingar hafa krækt sér í tvo bakverði sem leika munu með félaginu á næstu leiktíð. Annar þeirra er Slobodan Subasic sem lék með Snæfellingum á síðustu leiktíð. Hinn er Bandaríkjamaðurinn Heath Sitton sem er leikstjórnandi. Þetta staðfesti Jón Júlíus Árnason við Karfan.is í dag.

 

Sitton lék í Irish Superleague á síðustu leiktíð með 20,2 stig að meðaltali í leik, 4,6 fráköst, 3,4 stoðsendingar og 1,8 stolinn bolta.

 

Slobodan lék 20 deildarleiki með Snæfellingum í fyrra og varð með þeim bikarmeistari. Í deildinni gerði Subasic 12,3 stig að meðaltali í leik.

 

Njarðvíkingar mæta því með töluvert breytt lið til leiks á næstu leiktíð rétt eins og mörg fleiri lið í Iceland Express deild karla en miklar hræringar hafa verið á hinum íslenska leikmannamarkaði.

 

Smellið hér til að sjá frétt um Sitton í Bandarískum fjölmiðli.

 

[email protected]

Mynd af Heath Sitton: http://www.bransondailynews.com/

 

{mosimage}

 

(Slobodan Subasic)

Fréttir
- Auglýsing -