spot_img
HomeFréttirStyttist óðar í HM

Styttist óðar í HM

 
Heimsmeistaramótið í körfuknattleik hefst þann 28. ágúst næstkomandi í Tyrklandi þar sem sterkustu þjóðir heims leiða saman hesta sína. Fasbókaraðdáendur geta nú glaðst yfir því að búið er að koma af stað svipuðu kerfi og á HM í knattspyrnu þar sem boltaþyrstir geta dúllað sér við sína eigin búningahönnun og fleira.
Forsvarsmenn FIBA eru ánægðir með viðbrögðin á Fasbókinni enda voru um 2000 búningar hannaðir af aðdáendum strax á fyrstu klukkutímunum eftir að síðan var sett upp. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem FIBA notar Fasbókina til markaðssetningar á netinu.
 
Sjá fréttina í heild sinni á ensku

Þess má geta að Karfan.is hefur sent fyrirspurn til RÚV um hvort einhverjar sýningar verði frá leikjum á HM og er beðið svara úr Efstaleiti 1.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -