spot_img
HomeFréttirStyttist í útgáfu NBA 2K19

Styttist í útgáfu NBA 2K19

Eftirsóttasti körfuboltatölvuleikur nútímans NBA 2K kemur út á næstunni í nýrri árlegu útgáfunni. NBA 2K19 hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu en grafík leiksins og spilun hefur tekið gríðarlegum framförum síðustu árin. 

 

Framleiðendur leiksins hafa lagt áherslu á að bæta raunveruleikastig leiksins. Grafík leiksins hefur verið bætt enn meira og munurinn á milli tölvuleiksins og raunveruleikans orðin ansi lítill. 

 

Söguþráðurinn í MyPlayer möguleika leiksins hefur aftur verið tekinn í gegn og getur leikmaðurinn þinn nú farið út fyrir Bandaríkin í leið sinni að NBA deildinni. Þá hefur MyTeam möguleikinn fengið nýja möguleika. 

 

Það er ljóst að mikil spenna er fyrir þessum vinsæla leik. Leikurinn kemur út þann 11. september og verður fáanlegur í öllum ELKO búðum landsins. 

 

Fréttir
- Auglýsing -