Nú eru um 20 mínútur þangað til viðureign Íslands og Slóvakíu fer fram í Laugardalshöll en þetta er annar leikur beggja liða í forkeppni EuroBasket 2017. Slóvakar unnu fyrsta leik sinn í riðlinum gegn Portúgal en Ísland mátti sætta sig við tap gegn Ungverjum.
Eins og áður hefur komið fram var gerð ein breyting á liðinu fyrir leikinn í kvöld en Marín Laufey Davíðsdóttir leikmaður Keflavíkur kom inn í hópinn í stað Bergþóru Holton Tómasdóttur.
Leikurinn í kvöld er jafnframt sá síðasti í þessari lotu, næsta lota verður svo eftir áramót eða öllu heldur í febrúar 2016, þá leikur Ísland úti gegn Portúgal og heima gegn Ungverjum.
Mynd/ [email protected] – Það er létt yfir íslenska hópnum eins og þessi mynd af Söndru Lind Þrastardóttur gefur til kynna.



