spot_img
HomeFréttirStyttist í endurkomu Kristins

Styttist í endurkomu Kristins

Kristinn Marínósson leikmaður ÍR er farinn að æfa aftur með liðinu eftir fótbrot sem hann varð fyrir í leik í byrjun árs. Hann ætlar sér að snúa aftur á völlinn í úrsitakeppninni sem ÍR  mun nú leika í í fyrsta skipti frá 2011. Þetta sagði hann í samtali við Karfan.is fyrr í vikunni. 

 

Kristinn var á skýrslu í leiknum gegn Keflavík en lék ekki mínútu. Hann var með á fyrstu æfingu sinni með liðinu um síðustu helgi og ætlar sér að taka þátt í allri úrslitakeppninni. 

 

Kristinn sem kom til liðs við ÍR frá Haukum í sumar er með 4,8 stig og 3,4 fráköst að meðaltali í leik fyrir ÍR á tímabilinu og hefur verið byrjunarliðsmaður í meirihluta leikja sem hann hefur spilað. Hann hefur átt við nokkur meiðsli að stríða í gegnum tímabilið og einungis leikið örfáa leiki heill heilsu. ÍR endaði í sjöunda sæti deildarinnar og mætir Stjörnunni í átta liða úrslit en fyrsti leikurinn fer fram næsta fimmtudagskvöld í Ásgarði. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -