spot_img
HomeFréttirStyttist í 8 liða úrslit í Euroleague

Styttist í 8 liða úrslit í Euroleague

 Nú eru aðeins tvær umferðir eftir í 16 liða úrslitum Euroleague sem fer fram í tveimur 8 liða riðlum.  Þar leika liðin 14 leiki eða heima og að heiman og fjögur efstu liðin úr hverjum riðli komast í 8 liða úrslit.  Í 8 liða úrslitum eru svo dregið í fjögur einvígi þar sem spilað er 5 leikja sería eða fyrra lið upp í þrjá sigra.  
 Sem stendur eru tvö lið í hvorum riðli búin að tryggja sig áfram í 8 liða úrslitunum en það eru stórliðin Real Madrid, Barcelona, CSKA Moscow og Milan.  Olympiacos og Maccabi Tel Aviv eru næstu lið inn en þau þurfa aðeins einn sigurleik til þess að tryggja sig áfram.  
 
Panathanaikos og Fenerbache eru að berjast um fjórða sætið í E riðli en Lokomotiv Kuban og Galatasary berjast svo um fjórða sætið í F riðli.
 
Þann 15. apríl næstkomandi eiga svo 8 liða úrslit að hefjast og segja má að þá fyrst megi sjá stál í stál í evrópudeildinni sem hefur verið þekkt fyrir svakalega spennandi leiki og mikla stemmingu í áhorfendastöndunum.
 
Fréttir
- Auglýsing -