Styrmir Snær Þrastarson og Zamora máttu þola tap gegn Mallorca í Primera FEB deildinni á Spáni í dag, 88-83.
Styrmir lék rúmar 27 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 16 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum.
Zamora eru um miðja deild eftir leikinn með tvo sigra og tvö töp eftir fyrstu fjórar umferðirnar.



