spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaStyrmir Snær og Mons lutu í lægra haldi gegn Spirou

Styrmir Snær og Mons lutu í lægra haldi gegn Spirou

Styrmir Snær Þrastarson og Belfius Mons máttu þola tap í kvöld gegn Spirou í BNXT deildinni í Hollandi/Belgíu, 85-58.

Á 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Styrmir Snær 9 stigum, 5 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta.

Mons hafa farið illa af stað þetta tímabilið, aðeins náð í einn sigur í fyrstu tíu umferðunum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -