Styrmir Snær Þrastarson og Union Mons unnu þriggja stiga sigur gegn Landstede Hammers í BNXT deildinni í Hollandi/Belgíu, 80-83.
Á 38 mínútum spiluðum skilaði Styrmir Snær 22 stigum, 7 fráköstum, 2 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og vörðu skoti, en hann var bæði stiga- og framlagshæsti leikmaður vallarins í leiknum. Þá var hann mikilvægur sínu liði á lokaskúndum þessa jafna leiks, setti niður síðustu stig þeirra af vítalínunni og varð tilraun Hammers til þess að jafna leikinn með lokaskoti.
Eftir leikinn eru Mons í 9. sæti deildarinnar með 19 sigra.



