spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaStyrmir Snær frábær í sigri Belfius Mons

Styrmir Snær frábær í sigri Belfius Mons

Styrmir Snær Þrastarson og Belfius Mons lögðu Den Helder Suns í BNXT Silver deildinni í Hollandi/Belgíu í kvöld, 83-77.

Styrmir Snær lék 29 mínútur í leik kvöldsins og skilaði á þeim 19 stigum, 3 fráköstum, 6 stoðsendingum og 2 stolnum boltum, en hann var framlagshæstur í liði Mons í leiknum.

Belfius Mons eru eftir leikinn í 5. sæti Silver deildar BNXT með þrjá sigra og eitt tap síðan að deildinni var skipt upp á dögunum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -