spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaStyrmir semur við Davidson "Líst mjög vel á skólann og þjálfarateymið"

Styrmir semur við Davidson “Líst mjög vel á skólann og þjálfarateymið”

Lykilleikmaður Íslandsmeistara Þórs, Styrmir Snær Þrastarson, hefur gengið frá samning við Davidson í bandaríska háskólaboltanum. Staðfestir leikmaðurinn þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Styrmir Snær átti frábært fyrir Þór, sem enduðu í öðru sæti deildarkeppninnar og unnu Keflavík nokkuð örugglega í úrslitum 3-1. Í 34 leikjum með Þór í vetur skilaði Styrmir 15 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik og var hann bæði í úrvalsliði deildarinnar, sem og valinn besti ungi leikmaðurinn.

Samkvæmt Styrmi er það ekki alveg ljóst hvenær hann haldi út fyrir tímabilið, en hann haldi að það verði nú í lok júlí eða byrjun ágúst. Um ákvörðunina segir hann “Ég er mjög spenntur fyrir því að mæta og mér líst mjög vel á skólann og þjálfarateymið”

Jón Axel í leik gegn Kansas

Styrmir er annar íslendingurinn sem fer til Davidson, en landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson lék fyrir þá við góðan orðstýr 2016-20. Segist Styrmir hafa verið í miklu sambandi við Jón varðandi þessa ákvörðun og að hann hafi hjálpað honum mikið í gegnum þetta ferli.

Fréttir
- Auglýsing -