Landsliðsframherjinn Styrmir Snær Þrastarson mun ekki leika með Union Mons á komandi tímabili í BNXT deildinni í Hollandi/Belgíu. Staðfestir hann það með færslu á samfélagsmiðlinum Facebook nú í kvöld.
Styrmir fór til Union Mons fyrir þar síðasta tímabil, en hann átti tvö góð tímabil með Mons sem var um miðja BNXT deild á nýliðnu tímabili. Í færslunni þakkar hann félaginu fyrir tíma sinn og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Ekki er tekið fram hvar hann muni leika á næsta tímabili, en áður en hann fór til Mons hafði hann aðeins leikið fyrir uppeldisfélag sitt Þór í Þorlákshöfn og Davidson í bandaríska háskólaboltanum.
Færslu Stymis má lesa hér fyrir neðan



