spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaStyrmir drjúgur er Mons unnu sinn sjöunda í röð

Styrmir drjúgur er Mons unnu sinn sjöunda í röð

Styrmir Snær Þrastarson og Belfius Mons lögðu Feyenoord í Elite Silver hluta BNXT deildarinnar í Hollandi/Belgíu, 90-83.

Á 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Styrmir Snær 13 stigum, 4 fráköstum og stolnum bolta.

Mons hafa verið á mikilli sigurgöngu síðan að deildinni var skipt upp í Gold og Silver, en sigur kvöldsins var sá sjöundi í röð. Þeir sitja nú í 3. sæti deildarinnar með átta sigra og aðeins eitt tap.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -