spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaStyrmir atkvæðamikill í fjórða sigurleik Mons í röð

Styrmir atkvæðamikill í fjórða sigurleik Mons í röð

Styrmir Snær Þrastarson og Belfius Mons lögðu Feyenoord í Elite Silver hluta BNXT deildarinnar í Hollandi/Belgíu í kvöld, 88-73.

Styrmir Snær lék 28 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 13 stigum, 6 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum, en hann var næst framlagshæstur í liði Mons í leiknum.

Styrmi Snæ og Mons hefur gengið afar vel síðan BNXT deildinni var skipt upp í Gold og Silver, en síðan þá er þeir með fimm sigra og aðeins eitt tap.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -