spot_img
HomeFréttirStyrktarleikurinn: 130 þúsund kr. söfnuðust

Styrktarleikurinn: 130 þúsund kr. söfnuðust

21:21 

{mosimage}

Deildarmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik og Bikarmeistarar Keflavíkur í knattspyrnu skildu jöfn í kvöld 114-114 í styrktarleik til handa Magnúsi Gunnarssyni og fjölskyldu hans. Alls söfnuðust 130 þúsund krónur í leiknum og fjöldi manns lagði leið sína í Sláturhúsið til að fylgjast með skemmtuninni.

 

Það var enginn annar en Teitur Örlygsson sem var leynivopn knattspyrnuliðsins í kvöld en fótboltastrákarnir voru allir í hvítum bolum nr. 10 og á þeim stóð: ,,Maggi Gunn.” Guðjón Skúlason var leynivopn körfuboltaliðsins sem og Vilhjálmur Jónsson sem lengstum hefur verið aðstoðarmaður Keflavíkurliðsins á tréverkinu. Ekki var annað að sjá en lítill draumur hefði ræst hjá Vilhjálmi sem tók sig vel út í Keflavíkurbúninginum.

 

Knattspyrnuliðið hóf leikinn með 60-0 forystu og voru með forystu í leiknum þar til 6 sekúndur voru til leiksloka. Leiknum lauk svo í stöðunni 114-114 en það var Guðmundur Steinarsson, fyrirliði knattspyrnuliðsins, sem átti tilþrif kvöldsins er hann stal boltanum af Magnúsi Gunnarssyni, óð upp á bakið á Ólafi Berry og tróð með tilþrifum.

 

Magnús var ánægður í leikslok og sagði það frábært hversu góðan stuðning hann og fjölskylda hans hefðu fengið undanfarna daga.

 

Þá er körfuboltaleiknum lokið og næst mætast liðin á knattspyrnuvellinum og þá hefur það jafnan verið raunin að körfuboltaliðið fær að byrja í stöðunni 12-0. Teitur Örlygsson sagði eftir leikinn að hann ætlaði að fá að vera með í fótboltaleiknum og Guðjón Skúlason var ekki lengi að taka í sama streng.

 

Frétt og myndir af www.vf.is    

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -