spot_img
HomeFréttirStyrktarkvöld fyrir fjölskyldu Bjarka komandi sunnudag

Styrktarkvöld fyrir fjölskyldu Bjarka komandi sunnudag

Komandi sunnudag 9. júní kl. 18:00 verður leikinn góðgerðarleikur milli Álftaness og Þórs í Þorlákshöfn til styrktar fjölskyldu Bjarka Gylfasonar, fyrrverandi leikmanns Þórs og Álftaness. Bjarki lést síðasta vetur eftir baráttu við krabbamein, en hann lék með Álftanesi og Þór á feril sínum sem körfuboltamaður.

Allur ágóði leiksins rennur beint til fjölskyldu Bjarka, en miðaverð er 2500 kr. Fleira verður á boðstólunum en körfubolti um kvöldið. Hjalti Vignis mætir með 2GUYs vagninn og mun öll sala renna óskipt í fjölskyldusjóð Bjarka, pub quiz með glæsilegum vinningum, skemmtiatriði í leikhléum og þá mun Ívar Daníels vera kynnir á leiknum.

Fréttir
- Auglýsing -