spot_img
HomeFréttirStyrkleikalistinn klár fyrir EuroBasket 2015

Styrkleikalistinn klár fyrir EuroBasket 2015

FIBA Europe gaf í gær út styrkleikalistann fyrir EuroBasket 2015. Ísland er í sjötta og neðsta styrkleikaflokki eins og við var að búast en Holland, Rússland og Eistland eru með Íslandi í sjötta flokki. Af þeim 24 liðum sem verða á EuroBasket 2015 er Ísland í 23. sæti styrkleikalistans en Eistar verma neðsta sætið.
 
 
Þann 8. desember næstkomandi verður dregið í riðlana og þá skýrist bæði hvar Ísland muni leika og með hverjum í riðli. Dregið verður í Disney World í París.
 
Dregið verður í fjóra riðla með sex liðum en svona lítur styrkleikalisti FIBA Europe út fyrir EuroBasket 2015:
 
1.
Frakkland
Litháen
Spánn
Króatía
 
2.
Slóvenía
Úkraína
Serbía
Finnland
 
3.
Grikkland
Tyrkland
Lettland
Bosnía
 
4.
Pólland
Belgía
Makedónía
Ítalía
 
5.
Þýskaland
Ísrael
Tékkland
Georgía
 
6.
Holland
Rússland
Ísland
Eistland
 
Mynd/ Þorsteinn Eyþórsson – Jón Arnór Stefánsson sækir að körfu Bosníumanna í Laugardalshöll síðastliðið sumar.
Fréttir
- Auglýsing -