spot_img
HomeFréttirStúlkurnar töpuðu fyrir Svíþjóð í fyrsta leik

Stúlkurnar töpuðu fyrir Svíþjóð í fyrsta leik

 

Undir 16 ára lið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Podogorica í Svartfjallalandi. 

 

Fimm lið erun með Íslandi í riðli, Bretland, Grikkland, Makedónía, Svíþjóð og heimastúlkur frá Svartfjallalandi. Eftir keppni í riðlinum verður leikið um öll sæti keppninnar í úrslitakeppni. 

 

Í dag tapaði liðið sínum fyrsta leik á mótinu gegn Svíþjóð, 86-42.

 

Íslenska liðið var að elta allan leikinn. Eftir fyrsta leikhluta var munurinn 6 stig Svíþjóð í vil, 18-12. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik höfðu þær svo bætt enn meira við, en þá var forysta þeirra komin í 21 stig, 41-20. Í seinni hálfleiknum létu þær sænsku svo kné fylgja kviði og sigruðu að lokum með 44 stigum, 86-42.

 

Atkvæðamest í íslenska liðinu var Thea Jónsdóttir, en hún skoraði 8 stig, tók 3 fráköst og gaf stoðsendingu á þeim rúmu 19 mínútum sem hún spilaði.

 

Næsti leikur Íslands er kl. 18:30 á morgun gegn heimastúlkum í Svartfjallalandi.

 

Tölfræði leiks

 

Upptaka af leik:

Fréttir
- Auglýsing -