Undir 16 ára lið stúlkna sigraði Svíþjóð í hörkuleik, 62-60, á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi. Liðið því komið með tvo sigra en eitt tap það sem af er móti, en á morgun leika þær við Dnmörku.
Gangur leiks
Líkt og í leik gærdagsins gegn Noregi var eins og Ísland væri ekki alveg að ráða við stífa pressu svía í upphafi leiks. Eftir að hafa verið undir 3-10 um miðbygg fyrsta leikhlutans, ná þær þó áttum og er leikurinn jafn 14-14 þegar honum líkur.
Undir lok hálfleiksins skiptast liðin svo á að hafa forystuna, en góður kafli íslensku stelpnanna tryggði þeim 4 stiga forystu í hálfleik 30-26. Þrátt fyrir þessa forystu Íslands, vantaði svolítið upp á leik þeirra í fyrri hálfleiknum þar þær gáfu Svíþjóð 16 sóknarfráköst, en þeim tókst einkar vel að skila stigum á töfluna frá þeim.
Í upphafi seinni hálfleiksins var leikurinn svo áfram jafn og spennandi. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður leiddi Ísland enn, 37-36 og aftur enda þær hluta vel. Eru með 5 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 47-42.
Undir lok leiksins hleypa þær Svíþjóð svo óþægilega nærri sér. Munurinn 5 stig þegar mínúta er eftir, 62-57, en þegar 14 sekúndur lifðu eftir f leiknum voru svíar með boltann og munurinn aðeins 2 stig, 62-60. Þrátt fyrir að hafa fengið tvær tilraunir á körfuna, náði Svíþjóð ekki að jafna eða komast yfir og fór svo að lokum að Ísland fór með sigur af hólmi, 62-60.
Kjarninn
Annan leikinn í röð lendir þetta lið undir í upphafi leiks, en með þolinmæði, að vinna sig aftur inn í leikinn og að vinna hann. Tveir sigrar í röð, sem er frábært, eftir frekar slæman fyrsta dag gegn heimastúlkum í Finnlandi.
Hetjan
Sigrún Ólafsdóttir átti frábæran leik af bekknum fyrir Ísland í kvöld. Eftir að hafa byrjað mótið frekar hægt, með um 2 stig að meðaltali í leik, átti hún hreint frábæran leik á báðum endum vallarins í kvöld. Skoraði 17 stig, tók 2 fráköst og stal 4 boltum.
Undir 16 ára lið drengja mætti með Víkingaklappið:
@vidarhafsteins og drengir hans í U16 drengja hlaða í eitt gott víkingaklapp fyrir stúlkurnar #korfubolti pic.twitter.com/oXWcNrsxef
— Karfan.is (@Karfan_is) June 28, 2017
U16 stúlkna sigur á Svíþjóð í hörkuleik, 62-60 #korfubolti pic.twitter.com/WuHYGNrS8L
— Karfan.is (@Karfan_is) June 28, 2017
"Hú let the Icelanders out?" @kkikarfa #WU16 SWE-ICE _x1f1f8__x1f1ea__x1f1ee__x1f1f8_ 60-62_x1f3c0__x1f917_ #NordicChampionship pic.twitter.com/kGWR3kgLNd
— Basket.fi (@basketfinland) June 28, 2017
Viðtöl: