spot_img
HomeFréttirStúlkurnar lögðu heimaliðið

Stúlkurnar lögðu heimaliðið

Kvenna landsliðið var nú í þessu að leggja heimamenn í Kýpur að velli á smáþjóðaleikunum með 61 stigi gegn 51. Stúlkurnar leiddu með 6 stigum í hálfleik 30-24 en í þriðja leikhluta spíttu heimastúlkur í lófanna og náðu yfirhöndinni. Síðasti fjórðungur var okkar stúlkum vænn þar sem hann vanst með 11 stigum og 10 stiga sigur í höfn.

Helena Sverrisdóttir var stigahæst með 19 stig að þessu sinni ásamt því að taka 8 fráköst og senda 5 stoðsendingar. Henni næst var Birna Valgarðsdóttir með 15 stig og 8 fráköst líkt og Helena en bætti svo við 4 stolnum boltum.  Hægt er að skoða stattið hér.

Fréttir
- Auglýsing -