spot_img
HomeFréttirStúlkurnar lögðu Albaníu með 36 stigum

Stúlkurnar lögðu Albaníu með 36 stigum

Undir 16 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumótinu í Sófíu í Búlgaríu.

Í dag lagði liðið Albaníu, 79-43, í umspili um sæti 21-23 á mótinu.

Ísland byrjaði leik dagsins mun betur en Albanía. Leiddu með 7 stigum eftir fyrsta leikhluta, 22-15. Undir lok fyrri hálfleiksins bættu þær svo við forystu sína og fóru með 15 stig inn til búningsherbergja í hálfleik, 40-25.

Í þriðja leikhlutanum héldu þær svo áfram að bæta við foskot sitt. Munurinn 21 stig fyrir lokaleikhlutann. Í þeim fjórða gerðu þær svo það sem þurfti til að sigla nokkuð þægilegum 36 stiga sigri í höfn, 79-43.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Vilborg Jónsdóttir með 22 stig, 9 fráköst og 2 stoðsendingar.

Á morgun mun liðið leika lokaleik sinn á mótinu gegn Makedóníu, en sá leikur mun vera upp á 21. sætið.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum

Fréttir
- Auglýsing -