Undir 16 ára lið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Skopje í Makedóníu. Í dag sigruðu Þær Albaníu með 23 stigum, 78-55, í leik um 17.-22. sæti á mótinu.
Leikurinn var jafn og spennandi í upphafi. Þar sem að Ísland hafði þó stigs forystu eftir fyrsta leikhluta 17-16. Undir lok fyrri hálfleiksins nær Ísland svo að vera aðeins á undan, en þó ekki að slíta sig almennilega frá þeim. Forysta Íslands í hálfleik voru 5 stig, 34-29.
Ísland byrjar seinni hálfleikinn svo af miklum krafti. Eiga hreint frábæran þriðja leikhluta, þar sem að þær ná að koma forystu sinni í 22 stig fyrir lokaleikhlutann, 60-38. Í honum gerðu þær svo það sem þurfti til þess að sigla góðum 23 stiga sigri í höfn, 78-55.
Atkvæðamest í íslenska liðinu var Ólöf Óladóttir með 17 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingr og 4 stolna bolta á þeim 25 mínútum sem hún spilaði.
Næst leikur liðið gegn Bretlandi kl. 10 í fyrramálið í úrslitum um sæti 17-22.
Hérna er leikur dagsins: